RED-Í 

Rannsókn á tiltækri orku, algengi og áhættuþáttum hlutfallslegs orkuskorts (e. Relative Energy Deficiency in Sport, REDs) meðal íslensks íþróttafólks

Hvað er tiltæk orka?

Tiltæk orka er orkan sem stendur eftir fyrir grunnstarfsemi líkamans þegar búið er að draga þá orku sem varið er við líkamlega þjálfun frá orkunni sem fæst daglega úr mat

Hvað er RED-s?

Hlutfallslegur orkuskortur í íþróttum (REDs) stafar af viðvarandi skorti á tiltækri orku og getur haft neikvæð áhrif á heilsu og árangur til lengri og skemmri tíma

RED-Í

RED-Í er fyrsta rannsóknarverkefnið sem tekur til tiltækrar orku og REDs meðal íslensks íþróttafólks

Markmið og þátttakendur RED-Í

Markmið RED-Í er að meta tiltæka orku, algengi og áhættuþætti REDs meðal íslensk íþróttafólks á framhalds og afreksstigi í ólíkum íþróttagreinum. Niðurstöður verkefnisins geta lagt grunninn að íslenskum ráðleggingum auk þess að efla forvarnir og meðferð.

Rannsóknarteymið

Að verkefninu standa vísindamenn við Deild Heilsueflingar, Íþrótta og Tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands 

Sigríður Lára Guðmundsdóttir

Prófessor

Birna Varðardóttir

Doktorsnemi 

Anna Sigríður Ólafsdóttir

Prófessor

RED-Í á samfélagsmiðlum

Styrktaraðilar

Opinberir samkeppnissjóðir

Háskóli Íslands

Rannsóknasjóður HÍ

Rannís

Íþróttasjóður 

Embætti landlæknis

Lýðheilsusjóður

Félagsmálaráðuneytið 

Samstarfsaðilar

Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Hjartavernd og rannsóknarstofuna Sameind

Háskóli Íslands, Menntavísindasvið
Deild Heilsueflingar, Íþrótta og Tómstunda (HÍT)
Stakkahlíð, 105 Reykjavík

Hafa samband:
redi [hjá] hi.is